Smá færsla

Hér er mikið í gangi. Vigfús og börnin hafa haft haustfrí, og hafa þau notið tíman saman.

Síðasta laugardag fengu við heimsókn frá Íslandi. Halldór, Inga og Bjarmi, sem er í skóla í Ódense hér í Danmörk. Boðum við þeim á Danskan þjóðarmat: steikt (flesk) beikon, kartöflur og persíllusósu. Börnin voru mjög hrifin af að fá heimsókn frá Íslandi, þau eru alltaf glöð fyrir að fá heimsókn. Nutu góða stund með góðum fólki.

Ég er á fullu í vinnu, skóla og prófum. Hefur mér gengið ágætlega í prófum og er ég bara ánægð með það alt. Ég á að vinna um jólín, fæ frí aðfangadag og 1 Jan...jey. 

Vigfús hefur sem sagt verið í fríi þessa viku og byrjar svo á fullu í næstu viku.

Í dag er svo afslöppunardagur mín: náttfata-og vöffludagur. Byrjaði daginn með að baka vöfflur. Svo með sæng í sófann að horfa á barnasjónvarp saman með börnin. Gott að kúpla heilan aðeins af og bara slappa af.

Bekkjafélagar Andriasar, Magnus og Miriam, voru hjá okkur í gær. Voru við með bíódag fyrir börnin, með popp og alles. Horfðu þau á tæknimyndina Horton Hears A Who, og skemmtu þau síg ágætlega.

Voru boðinn í afmæliskaffi hjá pabba fimmtudaginn. Mættu öll 9 barnabörnin, svo þar var mikið fjör.

Svo er bara meiri afslöppun hjá mér í dag.

Kveður úr letibóliSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ gaman að heyra hvað þér gengur vel í skólanum enda dugleg kona á ferð Já og gaman að ættingjarnir frá Íslandi skulu koma við í heimsóknMaður fær bara vatn í munnin að heyra hvað þau fengu gott að borða hjá ykkur Kysstu krakkana frá okkur biðjum líka voða vel að heilsa Vigfúsi En eitt skiluðu dvd diskarnir sem sendir voru til ykkar með stáknum sér? Haust kveðjur frá fróni

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.10.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Kveðja frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 19.10.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ gleymdi að segja þér að við í vinnuni erum komin með bloggsíðu. Slóðin er www.lyngmoi.blog.is. Sendi þér aðgangsorðið á síðuna í e-mail. Knús frá okkur

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.10.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að slappa af með börnunum, og skemmta sér í leiðinni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Nú erum við hjónin komin heim eftir 3 dýrðar vikur á Bendiorm. Gaman að fólkið mitt skyldi líta við hjá ykkur. Halldór hringdi í mig og sagði mér frá heimsókninni. Faðmaðu Fúsa og börnin frá okkur hér í Seljahlíðinni og svo faðmlög til þín Margith mín og gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur. Þúsund kossar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband