Eitt og annað

Jæja, svo eru tvö afmæli næstum því að baki W00t. Arndis var þann 10.unda og ætlaði að halda afmæli fyrir leikskóla sinn en litla stelpan gerðist veik , með magaflensu og ælu, svo ákveði var að fresta afmælispartýinuFrown. Hún heldur það svo í næstu viku í staðinn Wink.

     Andrias var þann 14.anda og var með afmæli fyrir bekkjafélaga sína í gær W00t. Ég kom heim úr vinnuni kl.17. og byrjaði að baka og skreyta og var búðinn með allt voða seint sem kl. 2 um nóttina daginn fyrir stóra daginn hans Sleeping. En ég átti svo að fara á fætur aftur kl. 5. til að fara í vinnu. Fékk fri frá vinnuni kl. 13. og afmælið átti að byrja kl. 14. Svo það var bara að drýfa sig heim hehe. Við Vigfús náðum í strákana í skólann ( bara strákapartí ) og löbbuðu með þá heim í veislusalinn, það er ekkert spaug að halda stjórn á 9 stk. 7 ára vitleysingum hehe Shocking. Andrias var búðinn að panta draugaþema í partýið, svo þeir voru allir klæddir út Joyful. ( draugar, afturgöngur, skrímsli ofl. Alien) Afmælið heppnaðist frábærlega, strákarnir voru mjög hrifnir af öllu og voru alveg í skýunum yfir öllu eins og það lagði sig Smile. Mamma bakaði pylsuhorn sem líktust beinum, og ég náði að skera stikki af hala dreka sem átti hér leið um, einnig var þar eitt höfuð með salgætisaugum sem vakti mikla athygli Happy. Ekki mikið eftir til að taka með upp Joyful.

     Ég var svo búin að skila einni stórri ritgerð um Alzheimers og Vitglöp ( Dementia ) Og vitið þið, ég fékk sko 10. í einkun fyrir hana W00t. Er bara mjög ánægð með þetta Joyful. Var með til að greina eina konu, saman með sálfræðingi og læknir. Var þetta sko mjög áhugavert og hugvekjandi, en krafði mikla vinnu, en báðir læknarnir voru ánægðir með mitt álit á sjúkdómnum og minni greiningu á honum Smile.

     Vigfús skrifar: Er nú ekki vanur að blogga og ætla mér ekki heldur að vera með eitthvað kjaftæði og væl yfir hinu og þessu eins og margir aðrir, ( sem enginn nennir að lesa, ertu einn af þeim, svo farðu fram hjá skakka græna tekstanum og byrjaðu á hinum aftur Devil) , en ég ætla mér nú að leyfa mér að hæla Margith konu minni þar sem hún hefur staðið sig hreint og beint frábærlega í skólanum og í námsvinnuni. Ég vil gjarnan segja ykkur frá því að náminu hefur verið breytt, og á ég við Breytt, í stórum stöfum.

     Hennara frammistaða í náminu og vinnunni hefur gert það að eitt af stærstu Dagblöðunum í Danmörku hefur ákveðið að taka viðtal við hana og fjalla um hana og hvernig henni lýst á nýju útgáfunni af náminu, henni hefur líka gengið vel. Hún er að vinna og læra um hvernig það er að vera gamall, fatlað, geðfatlað, með heilasvik eftir slys eða fæðingu ofl, og hvernig það er að meðhandla eldri borgara í dag, jú einhvern tíman verðum við jú öll gömul og kannski kolrugluð, og hver veit nema við endum þar sjálf einhvern daginn Pouty. Verði okkur að góðu Whistling.

     Svo verður haldin afmælisveisla fyrir fjölskylduna á morgun Smile, bara eitthvað lítið með kökur og kaffi Joyful. Þið eru öll velkomminn að mæta Wink. Bara svo þið vitið er Sterling farið á hausin...kannski dýrt að mæta í kaffi Woundering...he he.

     Erum svo bara að telja dagana niður til skurðaðgerðina hjá Vigfúsi GetLost, förum bæði snemma um morguninn þar sem Vigfús fer undir skurð kl 8 Woundering. Eftir á ratar hann örugglega ekki heim eftir deyfinguna þannig að ég fer með honum, hann verður hvort eð er High Whistling. Nenni ekki að leita að honum í Þýskalandi ef hann keyrir of langt með lestini Shocking.

Kveðjur frá Danmörk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gaman að lesa hversu vel þér hefur gengið í náminu  Þetta hefur verið spennandi afmælisveisla hjá syni ykkar.     Vigfús ég er ekki hissa þótt þú sért stoltur af kerlu þinni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Glæsilegur árangur Margith mín Þú mátt svo sannarlega vera ánægð og Fúsi minn til lukku með frúna þín ekkert smá hörkukvendi þarna á ferð Endilega láttu okkur fylgjast með þegar greinin birtist með viðtalinu við hana það er sko mikill heiður fyrir hanaEn og aftur til hamingju með börnin var að tala við mömmu þína(Fúsi) hún sagði mér frá þemanum í afmælinu eins gott að danir frétti ekki af útlimum sem étnir eru hehe Gangi þér vel í aðgerðinni og stórt knús á ykkur öll Kveðja stolta frænka á suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 15.11.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mann setur hljóðan - svo er maður að væla yfir smotterí. Frábært hjá þér Margith og ykkur öllum. Og Fúsi minn endilega hentu inn einni og einni færslu svo til tilbreytingar. Og mikið vildi ég gæta skotist til ykkar í kaffi en því miður er ég smá upptekin.

kv frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 16.11.2008 kl. 10:45

4 identicon

Gaman að lesa hvað þú stendur þig vel í náminu Margith enda dugnaðarkona á ferð..

Það væri nú frábært að geta kíkt í afmæliskaffi til ykkar.. verst að það er svona langt til ykkar en við kíkjum einhverntíman í heimsókn þegar daman verður orðin aðeins eldri

 Hafiði það alveg rosalega gott...

kveðja frá Akureyri... 

Lena,Jói og litla daman (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 13:22

5 identicon

Sæl öllsömul:) til hamingju með frábæran árangur og þetta allt saman bara. Mjög gaman að lesa þessa færslu. Vonandi fer Fúsi að koma sterkur inn líka hehe. Gangi ykkur öllum mjög vel. Ég verð bara að fá að eiga afmæliskaffi inni þar til ég kem næst til Danmerkur:) Knús úr borginni.

Ólöf (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Til hamingju með allt saman, alltaf gaman að lesa eitthvað jákvætt  Hefði verið gaman að koma í kaffi en svona er þetta bara, kíkjum kannski einhvern tímann á ykkur  Gangi þér vel í aðgerðinni Fúsi minn & þér í náminu áfram Margith, glæsilegt hjá þér Hafið það gott & knús & kossar til ykkar allra

Bestu kveðjur að norðan

Dagbjört Pálsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:46

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með allt saman. Ekki amalegt fyrir mig hvað margir í fjölskyldunni hafa áhuga á að sinna öldruðum, fötluðum og þeim sem minna mega sín. Ég er mjög ánægð og montin með ykkur þetta unga fólk. Var búin að frétta af þessari flottu veislu hjá þér hjá henni tengdamömmu þinni. Vona að aðgerðin gangi vel hjá Vigfúsi og ég veit að þú sinnir honum vel, hann er sko vel giftur. Láttu okkur heyra frá um viðtalið Margith mín. Bestu kveðjur kossar og klemm til ykkar allra.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:29

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með afmæli barnanna þinna. - Mikill snillingur ertu stelpa, 10 í einkunn, þú ert algjör snillingur. - Vigfús þú verður að setja viðtalið við hana á bloggið þegar það kemur út. -. Og hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur Margith. - Vonandi gengur Vigfúsi vel í aðgerðinni.  Kær kveðja til þín og þinna Margith.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband