Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Magnað Maiden Tónleikar

maidenjersey3Í gær vorum við hjónin á Iron Maiden tónleikum í Horsens. Uppáhalds hljómsveitinni hjá Vigfúsi manni mínum og mér. Hann bauð mér og bróður mínum Niels á þessa hreint frábæru tónleika. Hann var búinn að kaupa VIP miða fyrir miðju og fremst við sviðið þessi elskan. Foreldar mínir pössuðu börnin allan sunnudaginn og hálvan mánudag, og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Ferðin byrjaði með lest kl.13, og vorum við í Horsens um kl 14. Svæðið opnaði ekki fyrr enn kl 18.00, svo við notuðu tíman til að rölta aðeins í bænum, fengum okkur öl og keyptum Iron Maiden boli. Hitinn lá um 31 gráðu í skugganum og enginn var vindurinn, einn kaldur drykkur í skugganum var snild.  Uþb. 25000 voru mætt á svæðið á tónleikana, og var skapið gott á fólki. Þar voru fólk úr öllum norðurlöndum, og við mættu meira að segja fleiri íslendingum, en þó fleiri kunningum og vinum frá Færeyjum. Tónleikarnir byrjuðu með Lauren Harris, sem er dóttir Steve Harris (bassaleikarinn í Maiden), og kláraði hún siga bara frábært. Avenged Sevenfold spilaði svo rétt á eftir, og er þetta hljómsveit sem ég get mælt með, alveg frábær tónlist. Við hjónin voru semsagt stödd í fremstu röð við girðinguna með besta útsýni, alveg frábært enn á tíma ansi heitt í þessari sól og hita. Lauren Harris byrjaði kl. 19:20. Avenged Sevenfold byrjaði kl. 20:30 og Iron Maiden kom á svið kl. 21:30 og svo fór allt í gang, þeir höfðu öll þrjú vélmennin með + eld dæmin og sprengingar, það er lengi að standa, enn eins betur fer fengum við reglulega vatn frá öryggisvörðunum. Tónleikunum lauk svo um miðnætti. Iron Maiden stóðu sig alveg frábærlega og Bruce Dickinson saung og öskraði með snilld eins og hann einn getur, hreint magnað. Þetta var bara besta tónlista upplifun, það verð ég að segja. Þeir spiluðu öll sín bestu lög, nefni nokkur en ekki öll:

Aces High

2 Minutes To Midnight

The Trooper

Wasted Years

Children Of The Damned

The Number Of The Beast

Run To The Hills

Phantom Of The Opera

The Evil That Men Do

Wrathchild

Can I Play With Madness

Powerslave

Hallowed Be Thy Name

Iron Maiden

Magnaðir tónleikar, gerast varla betri. Peningana virði að sjá tónleikana Somewhere Back In Time, European Tour 2008.


Hæ hæ

Hvað er svo að frétta? Ég er í fullri vinnu. Er að vinna á afdeilingu fyrir fólk með heilaskaða, eftir slys eða sjúkdóm. Þetta fólk er frábært og þykir mér vænt um þau öll. Mjög áhugaverð vinna sem krefur mikið af manni, þar mann sér bæði gleði og hörmung. Hef frænku sem er með heilaskaða svo þetta er als ekki ókunnugt fyrir mig. Og hér kemur sálfræðin ég lærði í Englandi mér til góðri notkun. þetta styrkir líka mig í ákvæðni í að verða í námi. Ég kláraði skyndihjálparnámið fyrir mánuð síðan. Við hjónin ákvörðuðu að taka námið saman. Vigfús fór í námið þar það kemur í góða notkun í vinnunni hans, og er hann einasti á vinnustaðnum með þetta nám. Kláruðu bæði námið með glans, að sjálfsögu.

Andrias fór svo í Dönskupróf rétt fyrir sumarfríið. Guttinn fékk 10 í einkunn, svaraði 49 af 50 spurningum rétt InLove. Tvö gömul mjög stolt. Hann fékk að velja sér eina gjöf sem verðlaun fyrir hvað hann var duglegur.

Hér gerðist ekki mikið. Vigfús og börnin kominn í sumarfrí, enn ég að vinna 100% vinnu. Ég fæ smá frí í næstu viku og eru við að fara í óvissuferð: vitum ekki hvert við eiga að fara haha LoL. Ætla bara að taka það rólegt og njóta tíman saman.

Kveðjur úr flatlöndum


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband