Dagurinn heitur Albertus

24. apríl. Albertus, dauður umleið ár 997. Biskup í Prag. þýska nafnið þýðir aðallegur eða ljómandi.

Þennan dag:

Ár 1898 - Spænsk-bandaríska stríðið hófst þegar Spánn lýsti yfir stríði gegn Bandaríkjunum.

Ár 1914 - Síðasti líflátsdómur var kveðinn upp á Íslandi. Dómnum var síðar breytt í ævilangt fangelsi.

Ár 1916 - Páskauppreisnin hófst á Írlandi.

Ár 1953 - Elísabet II Bretadrottning sló Winston Churchill til riddara.

Ár 1968 - Máritíus varð aðili að Sameinuðu þjóðunum.

Ár 1970 - Fjöldi háskólastúdenta settist að á göngum og í skrifstofum Menntamálaráðuneytisins til þess að leggja áherslu á kröfur námsmanna erlendis.

Ár 1970 - Kínverjar skutu upp fyrsta gervihnetti sínum.

Ár 1977 - Vlastimil Hort setti heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi. Hann tefldi við 550 manns á rúmum sólarhring.

Ár 1980 - Bandaríkjamenn reyndu að frelsa 52 bandaríska gísla, sem voru í haldi í Teheran, höfuðborg Írans. Leiðangurinn mistókst og engum gíslum var bjargað en átta bandarískir hermenn létu lífið.

Ár 1982 - Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet í lyftingum, lyfti 362,5 kg í réttstöðu og 940 kg samtals.

Ár 1994 - Magnús Scheving náði öðru sæti á heimsmeistaramóti í þolfimi, sem haldið var í Japan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Gleðilegt sumar elskurnar hafið það gott í sumar og njótið þess.

Hrönn Jóhannesdóttir, 24.4.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sumarkveðjur til þín og fjölskyldunnar. Njótið dagsins.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband