Sumarfríið að verða lokið
2.8.2008 | 20:49
Já svo er það seinasta helgi í sumarfríinu, á mánadeginum byrja svo skólar og vinna aftur . Þetta hefur verið mjög gott sumar. Aðeins of heitt, með öllu upp að 30 gráður í skugganum og uþb 26 gráður á nóttinni . Við höfum gert margt, voru í brunch með bekknum hans Andriasar, ferð í dýragarðinn í Odense, tónleikar og mikil skemmtun með vinum og fjölskyldu. Saknaði samt að ekki geta verða saman með fólkinu á Íslandi . Hef sett inn fleiri myndir af sumrinu og dýragarðsferðinni endilega kíkja á .
Kveðjur til allra vinir og fjölskyldu .
Athugasemdir
Margith mín gaman hefði nú verið að hafa ykkur með í Kjósinni. En það er nú ekki á allt kosið. Gott að þið hafið átt góða daga í fríinu ykkar og mætið orkumikil og ánægð til starfa. Það er nú svo að sumarið líður allt of fljótt og nú er komin seinni hlutinn af því og við skulum njóta þess. Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur fólkinu ykkar hér á Fróni.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.8.2008 kl. 21:00
Margith mín voða er nú gaman hvað þið eruð samheldin hjón og hugsið vel um börin ykkar Það væri nú gaman að geta hitt ykkur oftar en sem betur fer er hægt að fylgjast með á netinu Ykkar hefur verið sárt saknað sérstaklega á fjölskydumótinu okkar Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta til okkar Kysstu krakkana og Fúsa frá okkur Takk fyrir stutta en skemmtilega stundir í sumar Fólkið sem kom með mér biður voða vel að heilsa ykkur og við fjölskydan líka
Hrönn Jóhannesdóttir, 3.8.2008 kl. 23:01
Fallegar myndir sem þú hefur sett í í albúmið þitt Skólinn byrjar hjá mínum börnum efitr 20. ágúst, ég man ekki alveg hvaða dag. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2008 kl. 02:49
Fallegar myndir af fallegum börnum og fólki. - Já, nú er sumarfríið búið hjá mér líka og við tekur blákaldur veruleikinn. - Hafðu það gott það sem eftir er sumars.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.