Loksins loksins
15.2.2009 | 18:25
Já, já, ætli ekki maður verði að skrifa eitthvað . Jólin komu og fóru, ég var vinnandi yfir hátíðina svo mér fannst eins og ég aldrei kæmist í Jólaskapið , en börnin voru heima ásamt Vigfúsi og nutu hátíðarinnar . Börnin voru rosa ánægð með allar gjafirnar, svo takk fyrir þær allar .
Börnin fengu svo leifi til að halda á sínum blysum og kveikja og henda smáhlutum í barnapakkanum sem keyptur var . Vigfús keypti þrjár stórar tertur sem voru hreint og beint frábærar að sjá , óhætt að segja að börnunum hafi verið skemmt, enda seint í rúmið .
Svo hef ég verið í skóla og í prófum seinasta mánuðinn . Gekk bara þrælvel og ég mjög ánægð með allt saman .
Skurðaðgerðin hjá Vigfúsi var frestuð vegna þess að læknirinn vildi ekki taka áhættu með að skera , þar sem Vigfús er með ofnæmi fyrir (Adrenalín/Lidocain blöndu) sem finnst í mörgum deyfingum . Hann hefur einu sinni upplifað þá martröð . Special deyfingalæknir er að setja saman deyfingu og nú hefur verið ákvæðið að hnúturinn verður fjarlægður og svo verður bara fullur viðbúnaður á skurðstofunni, með auka læknum og alles .
Jæja, loksins laus við uppvaskið, fyrir rétt viku síðan fengum við svo uppþvottavél !! Alveg æði, það er orðið langt síðan við höfðum svona eina . Sömuleiðis fengum við nýja eldavél, þar sem sú gamla, sem var í íbúðinni, hefur verið biluð í 3 ár ...hellurnar voru ómögulegar að stilla til rétta hita og ofninn gat ekki verið í gangi of lengi ( sem gerði að það var býsna erfitt að elda steik ) Svo ein ánægð .
Ekki mikið að frétta hér, höfum það öll gott .
Kveðjur á allt fólkið
P.S. líka smá af nýjum myndum
Athugasemdir
Gaman að fá fréttir frá Danmörku. Gleðilegt ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:48
Knús & kossar til ykkar allra Gaman að heyra frá ykkur
Bestu kveðjur af klakanum
Dagbjört Pálsdóttir, 17.2.2009 kl. 15:27
Hæ gaman að allt gengur vel hjá ykkur Endilega leyfðu okkur að fylgjast með þegar Fúsi fer í aðgerðina sína Gangi þér vel í skólanum knús á ykkur
Hrönn Jóhannesdóttir, 17.2.2009 kl. 21:28
Gaman að heyra að allt gengur vel. Til hamingju með uppþvottavélina.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 01:02
Loksins, loksins heyrist frá ykkur og til hamingju með prófin firrst og fremst svo og uppþvottavélina og nýju eldavélina. Svona flottur kokkur og bakari eins og þú ert Margith þarf að hafa góðar "græjur,,. Láttu vita þegar Vigfús fer í aðgerðina við biðjum fyrir honum hér heima og vonum að hann þurfi ekki að lenda í sömu martröð og hann lenti í er þið bjugguð í Færeyjum.
Lítill fugl hvíslaði gleðifrétt frá ykkur í eyra mér sem gladdi mig mikið. Þú veist hvað ég meina. Faðmlag á ykkur öll og mikið knús.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.2.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.