Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ný stelpa í fjölskyldunni

Vil ég óska mági mínum Jóhannesi Óla og kærustunni hans Lenu til hamingju með dótturina, sem fæddist í gær W00t. Hún vó aðeins 9 merkur, fædd með keisara. Þær mæðgurnar hafa það gott og óskum við þessum nýa  fíragotta velkomna í fjölskylduna InLove.

Fjölskyldukveðjur frá DanmörkHeart


Smá færsla

Hér er mikið í gangi. Vigfús og börnin hafa haft haustfrí, og hafa þau notið tíman saman.

Síðasta laugardag fengu við heimsókn frá Íslandi. Halldór, Inga og Bjarmi, sem er í skóla í Ódense hér í Danmörk. Boðum við þeim á Danskan þjóðarmat: steikt (flesk) beikon, kartöflur og persíllusósu. Börnin voru mjög hrifin af að fá heimsókn frá Íslandi, þau eru alltaf glöð fyrir að fá heimsókn. Nutu góða stund með góðum fólki.

Ég er á fullu í vinnu, skóla og prófum. Hefur mér gengið ágætlega í prófum og er ég bara ánægð með það alt. Ég á að vinna um jólín, fæ frí aðfangadag og 1 Jan...jey. 

Vigfús hefur sem sagt verið í fríi þessa viku og byrjar svo á fullu í næstu viku.

Í dag er svo afslöppunardagur mín: náttfata-og vöffludagur. Byrjaði daginn með að baka vöfflur. Svo með sæng í sófann að horfa á barnasjónvarp saman með börnin. Gott að kúpla heilan aðeins af og bara slappa af.

Bekkjafélagar Andriasar, Magnus og Miriam, voru hjá okkur í gær. Voru við með bíódag fyrir börnin, með popp og alles. Horfðu þau á tæknimyndina Horton Hears A Who, og skemmtu þau síg ágætlega.

Voru boðinn í afmæliskaffi hjá pabba fimmtudaginn. Mættu öll 9 barnabörnin, svo þar var mikið fjör.

Svo er bara meiri afslöppun hjá mér í dag.

Kveður úr letibóliSmile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband