Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Loksins loksins
15.2.2009 | 18:25
Já, já, ætli ekki maður verði að skrifa eitthvað . Jólin komu og fóru, ég var vinnandi yfir hátíðina svo mér fannst eins og ég aldrei kæmist í Jólaskapið
, en börnin voru heima ásamt Vigfúsi og nutu hátíðarinnar
. Börnin voru rosa ánægð með allar gjafirnar, svo takk fyrir þær allar
.
Börnin fengu svo leifi til að halda á sínum blysum og kveikja og henda smáhlutum í barnapakkanum sem keyptur var . Vigfús keypti þrjár stórar tertur sem voru hreint og beint frábærar að sjá
, óhætt að segja að börnunum hafi verið skemmt, enda seint í rúmið
.
Svo hef ég verið í skóla og í prófum seinasta mánuðinn . Gekk bara þrælvel og ég mjög ánægð með allt saman
.
Skurðaðgerðin hjá Vigfúsi var frestuð vegna þess að læknirinn vildi ekki taka áhættu með að skera , þar sem Vigfús er með ofnæmi fyrir (Adrenalín/Lidocain blöndu) sem finnst í mörgum deyfingum
. Hann hefur einu sinni upplifað þá martröð
. Special deyfingalæknir er að setja saman deyfingu og nú hefur verið ákvæðið að hnúturinn verður fjarlægður og svo verður bara fullur viðbúnaður á skurðstofunni, með auka læknum og alles
.
Jæja, loksins laus við uppvaskið, fyrir rétt viku síðan fengum við svo uppþvottavél !! Alveg æði, það er orðið langt síðan við höfðum svona eina
. Sömuleiðis fengum við nýja eldavél, þar sem sú gamla, sem var í íbúðinni, hefur verið biluð í 3 ár
...hellurnar voru ómögulegar að stilla til rétta hita og ofninn gat ekki verið í gangi of lengi ( sem gerði að það var býsna erfitt að elda steik ) Svo ein ánægð
.
Ekki mikið að frétta hér, höfum það öll gott .
Kveðjur á allt fólkið
P.S. líka smá af nýjum myndum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)