Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Mikið að gerast.
13.4.2009 | 19:03
Hér hefur verið mikið að gerast í seinastunni. Vigfús hefur ekki fengið að vita nákvamlega hvenær hann á að fara í skurð .
Svo gerði guttinn okkur smá hrekk. Mánadaginn 9. marts fékk guttinn einhver útbrot á fótleggina. Þetta útbrot breiddi sig mjög hratt, sem svo varð að stórum marblettum, líka var guttin með mikla verki í fótunum . Hringt var í næturlæknan og farið til hans í einum grænum. Hann taldi að þetta væri einhverskonar blóðeitrun eða bólga og guttin fékk mjög sterk syklalyf .
En þessi útbrot breiddu sig og urðu verri og fleiri, svo miðvikudagsmorguninn fórum við með hann til læknisins. Læknin horfði á þetta og sagði að hann þurfti STRAKS á sjúkrahúsið. Við keyrðum straks á spítalann þar hann var settur undur skoðun, blóðprúfur, skoðunar og alles. Fengum svo að vita að þetta væri sjúkdómur: Það er ónæmiskerfið sem ræðst á einhvern hátt á sinn eiginn líkama .Þegar hann fær Þessi útbrot sýnir þetta sig sem blæðingar í húð (blóðplöturnar gefa sig) og blæðingar frá nýrum, maga og frá neðri hluta meltingarfæra. Einnig er mikill kviðverkur og gigtaverkur.
Læknir sagði að guttin átti að haldast 100% í ró, enginn skóli. Þetta þýddi að við þurftum að finna einhversveginn að sameina vinnu og nám með því að guttin átti að verða heima .
Vigfús talaði með stjórann og þeir komust á það samkomulag að hann gæti unnið um næturnar . Svo ég gæti haldið áfram með vinnunámið sem ég er í. Þetta þýðir að Vigfús fer í vinnu um kvöldið, kemur heim um morguninn. Fer að sofa þegar ég fer á fætur. Vaknar svo þegar guttin vaknar og er vakandi með honum þangað til ég og Arndis koma heim. Svo fer hann að sofa aftur áður hann þarf að mæta í vinnuna
.
Við höfum svo mætt reglulega á spítalan til skoðun, svo læknarnir gætu fylgst með hvernig líðan hjá guttanum var. Þetta hefur gengið upp og niður með hann. Suma daga hefur honum verið batnandi aðra daga miklu verra . Tökum því einn dag í einu. Hann er samt hress og hefur erfitt með að vera kyrr. Hann er jú strákur með eld í rass..... já þið vita hvað ég meina
.
Hann hefur verið heima nú í 5 vikur. Við höfum verið hjúkkur og kennari hjá honum allan þennan tíma. Fyri rétt 3 vikum síðan fékk hann heimsókn af bekkjafélögum og bekkjakennara. Þau voru með gjöf handa honum . Eina möppu med teikningum frá hverjum bekkjafélaga og smá nammi. Alveg indælt af þeim að hugsa svona um hann
. Voru farin að sakna hans. Eins lengi og sjúkdómurin er í útbroti verður hann að vera heima. Vona bara að honum batni fljótt, svo hann getur leikið
.
Svo veiktist ég, var með hita og raddlaus. Fór til læknirs. Ég var sko kominn með kinnholubólgu, eyrnabólgu, streptókokkasýkingu og eina slæman veiru . Fékk sýklalyfj fyrir bólguna og streptókokkasýkingu, og skilaboð frá lækna að fara heim í rúmið. Nú eru 4 vikur og ég eri enn veik með veiru
.
Á morgun á ég svo aftur í skóla, var að vinna í byrjun páska. Hlakka mikið til þessa önn, enn þar eru við að læra að hjúkra og annast áfengis-lyfja og fíknefnis fíklar . Var í vinnunámi þar ég lærdi að hjúkra fólk med sondu og þvaglegg. Sömuleiðis að vinna med endurhæfing lamaðra og fatlaðra.
Og svo smá gleðifréttir: VIÐ ERUM Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDS . Við höfum nú sparað saman í lángan tíma til að geta komist til Íslands. Nú eru miðarnir kauptir og borgaðir
. Leiðin gengur beina leið til Akureyri. Vigfús og börninn mæta 10 Juli, og ég 24 Juli. Þar ég er að vinna og klára lokaritgerð á þessum tíma.
Kveðjur úr sólbíðuni í Danmörk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)