Minning....

Nú eru tvö ár liðin síðan litlu frændur mínu létu lífið í eldsvoða á heimili sínu í Færeyjum. Sömuleiðis lést einn vinur þeirra. Strákarnir voru 10, 6, og 9. Finnst þetta ennþá mjög sárt, enn reyni að minnast góðu stundirnar. Var svo óheppið að sjónvarpsmynd, þar einn þeirra var með sem nýfæðingur, var sýnd í seinustu viku í sjónvarpinu. Gat ekki horft á myndina án þess að gráta. Veit að þeir saman gefa englunum mikla gleði, eins og þeir gáfu okkurHalo. Börn sem deyja held ég seta meira merki í líf okkar. Mann tekur betur eftir ef barn ekki er á milli mann meiriHeart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur ekki ímyndað sér hvernig er að missa barn, hvað þá börn.

Ég man eftir þessu, var að vinna í Suðurey í Færeyjum á þessum tíma. Ég á einn son og get ekki ímyndað mér hvernig lífið yrði án hans.

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Margith mín velkomin á bloggið. Svona sorglegir atburðir gleymast aldrei, og við skiljum seint tilgang þess að taka svona blessuð börnin frá okkur. Bið guð að styrkja ástvini þeirra og hjálpa þeim að takast á við sorgina.

Bið að heilsa Fúsa mínum og ykkar yndislegu börnum.  

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.4.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Úff, en sorglegt. Annars eru Færeyingar vanir að glíma við sorg, hafa misst marga í sjóinn, Mikines túkar þetta vel. Var einmitt að hugsa um þetta þegar við vorum að ferðast þarna um daginn, þ.e. það er svo mikið af timburhúsum, það hljóta að geta orðið slæmir brunar. Ég skrifaði blogg um Færeyjar ef þú hefur gaman af - smella hér.

Þorsteinn Sverrisson, 8.4.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er hræðilegt þegar börn deyja.  3 lítil börn í svona litlum bæ, þá hljóta allir að vera í sorg.  Ég votta þér samúð mína.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Elsku Margith mín. Vona að sorgin verði bærilegri með góðum minningum um litlu drengina þetta skilur maður ekki en við biðjum góðan guð um að vermda ykkur og umlykja ykkur ást sinni. Biðjum voða vel að heilsa Fúsa þínum og fallegu börnunum ykkar.

Hrönn Jóhannesdóttir, 9.4.2008 kl. 08:01

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæl Margith! Já lífið hefur sínar dökku hliðar. Þegar svona skelfilegir atburðir gerast setur mann hljóðan. Málið er þegar fram líða stundir að ilja sér við þær ljúfu minningar sem menn eiga um þá sem falla frá.

Annars góðar kveðjur til ykkar allra og velkomin í bloggheiminn.

Páll Jóhannesson, 9.4.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Sæl elsku Margith

Velkomin í bloggheiminn, hlakka til að lesa bloggin þín hérna  

Lífið er víst ekki bara gott & fallegt, fólk & börn eru tekin frá okkur alltof ung & í blóma lífs síns. Ég finn til í hjarta mínu við að hugsa um þennan atburð & vona að tíminn lækni þín hjartanssár & fjölskyldu þinnar. Ég trúi því að guð leggi ekki meira á herðar okkar en við getum tekið & þótt við sjáum það ekki alltaf þá eru öll áföll sem móta okkur sem persónur. Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda á þessum erfiðu tímum þar sem ég vona að góðu minningarnar um börnin hjálpi ykkur í gegnum sorgina.  Elskum ykkur öll & söknum voða mikið, biðjum að heilsa Fúsa & fallegu krökkunum ykkar

Dagbjört Pálsdóttir, 9.4.2008 kl. 14:52

8 identicon

velkomin hingað:) alltaf leiðinlegt að heyra af krökkum sem fara of snemma.

En merkilegt nokk ég skildi þónokkuð af dönskunni sem þú skrifaðir aðein neðar, en ekki mun ég reyna að "tjá" mig á dönsku:) hehe Bið að heilsa Fúsa og yndislega frænda mínum og æðislegu frænku minni

Ólöf (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband