Hlaupabólan enn einu sinn....
9.5.2008 | 09:28
Svo kom tími að Andrias fékk hlaupabóluna enn liggur drengurinn nú veikur. Ekki er það gaman hjá greyinu, hér er ofsa heitt 25-30 stiga hiti. Ekki alveg sáttur að þurfa að sitja inni meðan öll hin börnin eru úti. Líka fjölgast bólurnar býsna hratt í þessu híta. Enn eins og systur hans er hann bara hress. Nú finnst Arndísi það gaman að fylgjast með veikindi bróður sinn, og er farin að hjúkra hann. Finnst mér þessi börn bara frábær saman.
Ég er svo á fullu í vinnuleit. Ekki mikið annað að gera. Mætti í vinnuviðtal þriðjudaginn, ennþá slöpp af flensu. Gekk býsna gott, enn fáum að sjá.
Svo fékk ég enn eitt bréf frá Vinnuslysastofnun. Á að fylla út tvö spurnarblöð og fá gert tvær læknavottorð í viðbót. Hef þegar filt út og sent fleiri. Er stundum að fá nóg af þessu papírsþvæli.
Sem sagt er veðrið alveg frábært hér. Komið sumarveður. Ég nýt þess að geta siti í sólinni. Grillum og höfum það gott.
Sólarkveðjur
Athugasemdir
Sæl Margith. Vonandi fer flensan að lagast og gott að Andrías klári þessa hlaupabólu. Þá eru bæði börnin búin með hana. Það er nú hálgert vetrarveður hjá okkur, Halldór og fjölskylda eru á leiðinni norður og vonandi gengur þeim vel. Gott væri nú að vera komin í sólina til ykkar. Kærar kveðjur til ykkar allra.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:00
Skriffinnskan er hræðileg, endalausar ferðir og vesen út af allskonar pappírum. Gleðilega helgi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:03
Hæ hæ. Vona að Andrias komist fljótt út að leika við krakkana Já það er greinilegt að þau eru góð við hvort annað Vona bara að sumarið verði svona gott þegar ég kem í land flatbökunar Vona að ég nái að hitta ykkur aðeins. Verðum í bandi í næsta mánuði. Hlakka voða mikið til að hitta ykkur
Hrönn Jóhannesdóttir, 10.5.2008 kl. 21:57
Já ég öfunda ykkur sko af góða veðrinu & að sjálfsögðu hlaupabólunni, hún hefur bara ekki enn borist til mín Gott að heyra að Arndisi er farið að líða betur & farin að hjúkra bróður sínum, alltaf gott að eiga góð systkini Eigiði svo góða helgi elskulega fjölskylda, söknum ykkar voða mikið Bestu kveðjur úr "snjónum"
Dagbjört Pálsdóttir, 11.5.2008 kl. 01:26
Ég öfunda þig sannarlega af góða veðrinu, - Vonandi kemur eitthvað gott út úr öllu þessu pappírsfargani.- Það er nú alveg ótrúlegt að börnin skuli gegna því að vera inni í svona hita. Þú átt góð og vel uppalin börn. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.5.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.