Nýjar myndir og dagurinn í dag
26.5.2008 | 10:00
Þar er komið nýtt myndaalbúm og er búðin að bæta tvær myndir við kökurnar mínar. Endilega kíkja á þær
. Myndirnar í apríl-maí albúmiðnu eru frá stóra vormarkaðinum sem var hildi undir brúnni, svo líka nokkrar af börnunum
. Kökurnar gerði ég til leikskólann enn hann hafði 140 ára afmæli
. Hér er alt rólegt, börnin í skóla/leikskóla og maðurinn í vinnu
.
Þannan dag:
Árið 1056 - Ísleifur Gissurarson vígður biskup til Skálholts, þá um fimmtugt. Hann var fyrsti íslenski biskupinn.
Árið 1421 - Mehmet 1. soldán dó og sonur hans Múrat 2. tók við.
Árið 1885 - Garðyrkjufélag Íslands var stofnað.
Árið 1892 - Kristján konungur níundi og drottning hans, Louise af Hessen-Kassel, áttu gullbrúðkaup, sem haldið var upp á með hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Árið 1896 - Dow Jones-vísitalan var gefin út í fyrsta skipti.
Árið 1929 - Björgunarbáturinn Þorsteinn, sá fyrsti sem Slysavarnafélag Íslands eignaðist, var vígður í Sandgerði. Báturinn er enn til og er geymdur þar.
Árið 1940 - Orrustan um Dunkerque hófst.
Árið 1945 - Íþróttamenn fögnuðu 100 ára dánarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, en eitt af því sem hann þýddi á íslensku fyrstur manna voru sundreglur.
Árið 1966 - Gvæjana fékk sjálfstæði frá Bretum.
Árið 1968 - Hægri umferð gekk í gildi á Íslandi, en ekið hafði verið vinstra megin frá upphafi bílaaldar þar. Áður hafði staðið til að breyta í hægri umferð árið 1940, en því hafði verið frestað vegna hernáms Breta.
Árið 1973 - Varðskipið Ægir skaut föstum skotum á togarann Everton, sem var að veiðum 20 sjómílur innan 50 mílna markanna. Mikill leki kom að togaranum, en ekki urðu slys á mönnum.
Árið 1983 - Fyrsta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum.
Athugasemdir
Innlit og kvitt.
Páll Jóhannesson, 26.5.2008 kl. 10:59
Yndislegar og fallegar myndir af börnunum. Gaman að fylgjast með ykkur og vildi gjarnan vera komin til ykkar. Knús frá okkur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.5.2008 kl. 11:47
Skemmtilegur pistill, og dásamlegar myndir af börnunum. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.